Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 12. maí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði viljað fá Albert frá Fram - „Líka nokkrir í Val sem við vildum gjarnan hafa"
Albert átti frábært tímabil með Fram í fyrra
Albert átti frábært tímabil með Fram í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þriðjudag var greint frá því að ÍA hefði boðið í Albert Hafsteinsson leikmann Fram. Albert er uppalinn Skagamaður en fór eftir tímabilið 2019 til Fram og hefur leikið vel með liðinu síðan.

Í fyrra var hann valinn besti leikmaður Lengjudeildarinnar þegar Fram fór ósigrað upp úr deildinni. Hann hefur spilað allar 360 mínútur liðsins í Bestu deildinni til þessa og skorað eitt mark.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í Albert í viðtali eftir leik liðsins gegn Val í gærkvöldi. Varstu svekktur að ná ekki að landa Alberti?

„Ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um það. Það er rétt hjá þér að við gerðum tilboð í hann og auðvitað er ég svekktur. Það er ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa hann í ÍA. Það eru líka nokkrir leikmenn í Val sem við vildum gjarnan hafa í ÍA líka en það er bara eins og það er. Albert er samningsbundinn Fram og klárar tímabilið með Fram. Gangi honum vel í því," sagði Jón Þór.

Tveir Skagamenn voru í byrjunarliði Vals í gær en það voru þeir Arnór Smárason og Tryggvi Hrafn Haraldsson. ÍA gerði tilboð í Tryggva í vetur sem má lesa um hér að neðan.

Sjá einnig:
Tryggvi tjáir sig um sögusagnirnar
Jón Þór: Buðum upp á svæði og pláss sem þú getur ekki á móti Val
Athugasemdir
banner
banner