Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. maí 2022 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA reyndi að fá Albert heim
Í baráttunni í leik gegn ÍA á dögunum.
Í baráttunni í leik gegn ÍA á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gerði ÍA tilboð í leikmann Fram í dag.

Albert Hafsteinsson er leikmaðurinn en hann kom til Fram eftir tímabilið 2019 frá einmitt ÍA sem er hans uppeldisfélag.

ÍA er í leit að styrkingu en svarið sem ÍA fékk frá Fram var höfnun á tilboðinu.

Albert hefur spilað fyrstu 360 mínúturnar í Bestu deildinni fyrir Fram og skorað eitt mark. Í fyrra skoraði hann níu mörk þegar Fram vann Lengjudeildina með yfirburðum.

Albert var orðað við endurkomu í ÍA fyrir síðasta tímabil en þá mat hann það þannig að það væri ekki rétti tíminn til að snúa aftur á Akranes. Albert er 25 ára miðjumaður.

Sjá einnig:
Albert: Ekki rétt að fara í ÍA aftur á þessum tímapunkti (1. júní '21)
Athugasemdir
banner
banner