Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 10. janúar 2022 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tryggvi tjáir sig um sögusagnirnar
Fjögur mörk skoruð í fjórtán leikjum á síðasta tímabili
Fjögur mörk skoruð í fjórtán leikjum á síðasta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið orðaður í burtu frá Val í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að undanförnu. Formaður knattspyrnudeildar Vals, Börkur Edvardsson, staðfesti í samtali við Fótbolta.net fyrr í dag að bæði ÍA og Breiðablik hefðu boðið í Tryggva.

Sjá einnig:
„Hann er bara ekki til sölu, mjög einfalt"

Fótbolti.net heyrði í Tryggva í dag og spurði hann út í stöðu mála. Hvernig sérð þú þetta?

„Ég sé þetta bara sem sögusagnir, ég hef engan áhuga, eins og staðan er núna allavega, á því að fara og það hefur ekkert verið rætt. Ég hef ekki talað um það við neinn svo ég lít bara á þetta sem sögusagnir," sagði Tryggvi.

Þú varst mikið frá í fyrra, finnst þér þú þurfa að sýna hvað raunverulega í þér býr?

„Já, alveg 100%. Tímabilið í fyrra var þvílík vonbrigði. Ég missti af meirihlutanum í byrjun og síðan kem ég inn og það gengur illa. Það er alveg augljóst að ég þarf að sanna mig hjá Val. Það er markmiðið að koma mér sjálfum í toppstand og sýna á þessu tímabili hvað maður hefur fram að færa fyrst það gekk ekki eins og maður óskaði sér í fyrra."

„Staðan á skrokknum er bara góð, er núna búinn að ná nokkrum 90 mínútna æfingaleikjum og leikformið er mjög gott miðað við tíma árs. Mér líður bara mjög vel og ef þetta verður bara áfram svona þá held ég að þetta verði helvíti gott sumar hjá okkur."


Eftir að sögusagnir fóru af stað, hefur eitthvað samtal átt sér stað á milli þín og Barkar eða þín og Heimis Guðjónssonar? „Nei, í rauninni ekki. Félagar mínir sem hlusta á þennan þátt hafa látið mig vita. En við innan félagsins höfum ekkert talað saman," sagði Tryggvi.
Athugasemdir
banner
banner
banner