„Geggjuð tilfinning, gerist ekki betra," sagði Þorri Mar Þórisson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Fram í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Fram
„Við erum bara búnir að vera 'soft' og ekki búnir að gera grunnvinnuna. Mér fannst við mæta í þennan leik og setja prinsippin, við getum ekki spilað góðan fótbolta nema setja inn skítugu vinnuna."
Þorri gekk til liðs við Stjörnuna í vetur. Þetta var fyrsti leikurinn hans í Bestu deildinni og hann hefur verið orðaður strax í burtu frá félaginu.
„Ég er búinn að vera með smá vesen í hnéinu og búinn að vera komast inn í hlutina. Ég er þakklátur fyrir Stjörnuna að sýna mér þolinmæði með mín verkefni," sagði Þorri.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, stóð nálægt Þorra á meðan viðtalinu stóð. Hann var spurður á léttu nótunum hvort hann vildi fá hann í burtu til að opna sig frekar.
„Við erum með góð samskipti. Hann gaf mér traustið í þessum leik sem sýnir að það sé ekkert okkar á milli," sagði Þorri.
Athugasemdir