„Ég er ekki ánægður því þetta var leikur sem við vildum vinna,'' sagði Vicente Valor, leikmaður ÍBV, eftir 4-1 tap gegn KR í 6. umferð Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: KR 4 - 1 ÍBV
Valor skipti til KR frá ÍBV eftir seinasta tímabil, en fyrir byrjun tímabilsins skipti hann aftur yfir til ÍBV.
„Það var gaman að sjá vini mína aftur. Við höfðum spilað saman í um sex mánuði, svo ég var mjög ánægður að hitta þá,''
Hver vegna ertu kominn aftur til ÍBV?
„KR hafði samband við ÍBV og þau sendu boð á mig. Þetta var eins og fjölskylda mín í fyrra og mér leið virkilega vel þar,''
Var einhver sértök ástæða fyrir því að þú fórst frá KR?
,,Nei, KR lét mig vita að ég hefði fengið boð og það var undir mér komið að ákveða hvort ég færi til baka og ég ákvað það. Láki hefur trú á mér og ég elska Vestmannaeyjar.''
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.