Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   lau 10. maí 2025 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV
Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög svekktur. Þetta var jafn leikur og það er í stöðunni 2-1 sem við fáum mikið af dauða færum til þess að jafna leikinn eða komast yfir,'' sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 4-1 tap gegn KR í 6. umferð Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

Þetta var ágætlega jafn leikur þanga til KR kláraði leikinn með tveimur mörkum í lok leiksins.

„Mér fannst þriðja mark KR reiðarslag fyrir okkur. Við vorum búnir að vera sækja og pressa þá stíft. Kannski eðlilegt að leikmönnum sé brugðið og við misstum svolítið hausinn fannst mér eftir það. Ef við hefðum nýtt færin vel í þessum góða kafla hjá okkur að þá hefði niðurstaðan verið önnur.''

ÍBV var að tapa öðrum leiknum í röð eftir tap gegn Vestra í seinustu umferð.

„Alltaf vont að tapa og þá sérstaklega þar sem við hefðum í báðum leikjunum getað tekið eitthvað úr þeim. Það eru vonbrigði,''

ÍBV mætir KR aftur á miðviukudaginn í bikarslag. Hvað þarf að breyta fyrir þann leik?

„Það er allt öðruvísi að fara í bikarleik og kannski verða einhverjar breytingar á hópnum, þannig það er svolítið erfitt að taka beint þennan leik í næsta. En kláralega nýta færin og fá á okkur færri mörk„

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir