
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var komin aftur í markið hjá Inter í lokaumferðinni eftir að hafa setið á bekknum í næst síðustu umferðinni.
Inter heimsótti ítölsku meistarana í Juventus og unnu 1-0 sigur. Inter endar með 51 stig í 2. sæti, fjórum stigum á eftir Juventus.
Cecilía hefur átt stórkostlegt tímabil og var valin besti markvörður deildarinnar. Hún hélt tíu sinnum hreinu í 23 leikjum í ítölsku deildinni.
Hún er á láni frá Bayern og framtíð hennar er í óvissu en hún hefur sagt sjálf frá því að ólíklegt sé að hún verði hjá þýska félaginu á næstu leiktíð.
Athugasemdir