„Mér líður hræðilega og bara ömurlega." sagði Jón Þór Hauksson stuttorða eftir stórt tap gegn Val 6-1 á Hlíðarenda í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 1 ÍA
„Okkur vantaði bara allt. Fyrri hálfleikurinn við erum í stöðum og við erum í stöðum og að færa okkur en við gerum ekki neitt, við förum ekki í návigin, við tökum ekki á skarið, við erum ekki agressívir og við erum bara að bíða eftir þeim."
„Við bara mölbrottnum og ekki í fyrsta skiptið í sumar og það sem er náttúrulega sárast af þessu öllu saman er að við vorum hérna fyrir fáeinum mánuðum síðan og missum nákvæmlega sömu stöðu."
Valur fór með 1-0 forskot inn í hálfleikinn en síðan hrundi leikur Skagamanna og Valur gékk á lagið.
„Ég bara á ekki útskýringu á því. Þetta var alls ekki þannig að við vorum að spila einhvern góðan fyrri hálfleik. Við vorum alltof passívir og flatir. Flatir á æfingu í gær, flatir í dag og þetta bara lélegt, hundlélegt og við töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því þessa stundina."