Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 10. maí 2025 22:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Lagði upp þrjú og var líkt við Trent
Birkir öflugur í dag.
Birkir öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Mynd: EPA
„Það er sterkt að skora loksins mörg mörk, sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn sömuleiðis," sagði Birkir Heimisson, leikmaður Vals, við Fótbolta.net eftir stórsigur gegn ÍA á Hlíðarenda í dag.

Valur leiddi með einu marki í leikhléi en Valur skoraði tvö mörk strax í blábyrjun seinni hálfleiks og gekk frá leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Við komum inn í hálfleikinn og Túfa skerpti á því að koma almennilega út í seinni hálfleikinn. Við bara hlustuðum."

„Þetta var gott svar við síðasta leik, þetta var það sem við þurftum að gera og nú þurfum við bara að halda áfram,"
sagði Birkir en Valur tapaði illa gegn FH síðasta sunnudag. „Auðvitað þurftum við að laga ákveðna hluti eftir síðasta leik og ég held að við höfum gert það ágætlega."

Birkir lagði upp mörk í dag, hann spilaði í hægri bakverðinum í dag en kemur talsvert inn á miðsvæðið í sóknarleik Vals. Anton Freyr Jónsson tók viðtalið við Birki og líkti honum við Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool.

„Ég fékk frjálst hlutverk í dag, fékk að hlaupa inn á teiginn og koma mér upp í hornin. Maður reynir bara að hjálpa liðinu."

Birkir sneri aftur í Val í vetur eftir að hafa spilað með uppeldisfélaginu Þór í vetur.

„Við eignuðumst barn síðasta sumar og konan vildi koma suður. Það er bara geggjað að vera kominn aftur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner