Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   lau 10. maí 2025 22:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Lagði upp þrjú og var líkt við Trent
Birkir öflugur í dag.
Birkir öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Mynd: EPA
„Það er sterkt að skora loksins mörg mörk, sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn sömuleiðis," sagði Birkir Heimisson, leikmaður Vals, við Fótbolta.net eftir stórsigur gegn ÍA á Hlíðarenda í dag.

Valur leiddi með einu marki í leikhléi en Valur skoraði tvö mörk strax í blábyrjun seinni hálfleiks og gekk frá leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Við komum inn í hálfleikinn og Túfa skerpti á því að koma almennilega út í seinni hálfleikinn. Við bara hlustuðum."

„Þetta var gott svar við síðasta leik, þetta var það sem við þurftum að gera og nú þurfum við bara að halda áfram,"
sagði Birkir en Valur tapaði illa gegn FH síðasta sunnudag. „Auðvitað þurftum við að laga ákveðna hluti eftir síðasta leik og ég held að við höfum gert það ágætlega."

Birkir lagði upp mörk í dag, hann spilaði í hægri bakverðinum í dag en kemur talsvert inn á miðsvæðið í sóknarleik Vals. Anton Freyr Jónsson tók viðtalið við Birki og líkti honum við Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool.

„Ég fékk frjálst hlutverk í dag, fékk að hlaupa inn á teiginn og koma mér upp í hornin. Maður reynir bara að hjálpa liðinu."

Birkir sneri aftur í Val í vetur eftir að hafa spilað með uppeldisfélaginu Þór í vetur.

„Við eignuðumst barn síðasta sumar og konan vildi koma suður. Það er bara geggjað að vera kominn aftur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner