Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. júní 2021 19:08
Victor Pálsson
3. deild: Höttur/Huginn með fimm stiga forskot
Stefan Spasic komst á blað.
Stefan Spasic komst á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höttur/Huginn er með fimm stiga forskot í 3. deild karla eftir leik við Víði á útivelli í sjöttu umferð í dag.

Höttur/Huginn hafði betur með tveimur mörkum gegn engu en þau komu bæði seint í seinni hálfleik.

Austfirðingar eru með 16 stig á toppnum, fimm stigum á undan Augnablik sem á þó leik til góða.

Tindastóll valtaði yfir ÍH einnig í dag en liðið skoraði fjögur mörk gegn engu. ÍH er eina liðið sem hefur ekki unnið leik og er á botninum.

Sindri og Ægir áttust þá við á Höfn en þeim eik lauk með 1-1 jafntefli.

Víðir 0 - 2 Höttur/Huginn
0-1 Steinar Aron Magnússon('79)
0-2 Stefan Spasic('89)

Sindri 1 - 1 Ægir
0-1 Cristofer Moises Rolin('39, víti)
1-1 Mate Paponja('52)

Tindastóll 4 - 0 ÍH
1-0 Raul Jorda('8)
2-0 Pape Mamadou Faye('44)
3-0 Raul Jorda('71)
4-0 Francisco Sanjuan('78)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner