Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiðar Birnir: Verulega pirrandi með dómaramálin
Lengjudeildin
Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra.
Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að klára þennan leik, þrjú stig - þetta var ekki fallegasti leikur í heimi en kærkomin stig," sagði Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra, við Viðburðarstofu Vestfjarða eftir 2-1 heimasigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Vladimir Tufegdzic sá um að opna markareikninginn á Olísvellinum í dag en hann kom boltanum í netið fyrir Vestra undir lok fyrri hálfleiks.

Heimaliðið bætti við marki á 68. mínútu er Luke Morgan Rae skoraði og staðan orðin 2-0. Pedro Vazquez Vinas lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu úr vítaspyrnu en lengra komust gestirnir ekki og 2-1 sigur Vestra niðurstaðan.

„Eins og allir vita, þá sitjum við ekki við sama borð yfir vetrarmánuðina. Þetta tekur allt tíma. Við erum ekkert að æfa neitt nýtt, þetta tekur smá tíma hjá okkur. Maður vill að það sé stígandi í þessu."

Heiðar er ekki sáttur með dómgæsluna í sumar. „Þetta er farið að vera verulega pirrandi með dómaramálin. Ég er ekki vanur að tala um dómara, en maður getur varla orða bundist. Þeir fá gefins víti, þeir fá gefins aukaspyrnu í byrjun og öll 50/50 brot falla gegn okkur. Þetta er út í hött og menn þurfa að fara að laga þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner