Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. júní 2021 15:01
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Vestri lagði Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 2 - 1 Afturelding
1-0 Vladimir Tufegdzic ('45 )
2-0 Luke Morgan Conrad Rae ('68 )
2-1 Pedro Vazquez Vinas ('87 , víti)

Vestri vann sinn þriðja deildarsigur í Lengjudeild karla í sumar í dag er liðið mætti Aftureldingu.

Afturelding var fyrir viðureignina með fimm stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en Vestri sæti ofar með sex.

Vladimir Tufegdzic sá um að opna markareikninginn á Olísvellinum í dag en hann kom boltanum í netið fyrir Vestra undir lok fyrri hálfleiks.

Heimaliðið bætti við marki á 68. mínútu er Luke Morgan Rae skoraði og staðan orðin 2-0.

Pedro Vazquez Vinas lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu úr vítaspyrnu en lengra komust gestirnir ekki og 2-1 sigur Vestra niðurstaðan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner