 
        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Ég er svekktur að sjálfsögðu," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Viðburðarstofu Vestfjarða eftir tap gegn Vestra í Lengjudeildinni þennan laugardaginn.
                
                
                                    „Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik svöruðum við vel. Strákarnir spýttu í lófana og gerðu þetta almennilega."
Vladimir Tufegdzic sá um að opna markareikninginn á Olísvellinum í dag en hann kom boltanum í netið fyrir Vestra undir lok fyrri hálfleiks.
Heimaliðið bætti við marki á 68. mínútu er Luke Morgan Rae skoraði og staðan orðin 2-0. Pedro Vazquez Vinas lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu úr vítaspyrnu en lengra komust gestirnir ekki og 2-1 sigur Vestra niðurstaðan.
„Við hefðum getað skorað fleiri mörk og fengið eitthvað út úr þessu... Það vantaði einhver 10 prósent upp á hjá strákunum. Ég kann svo sem engar skýringar á því af hverju það var. Við fórum yfir málin í hálfleik og þetta var mun betra í seinni hálfleik. Við þurfum að spila 90 mínútur þannig í næsta leik."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
