Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingum boðið að fá Andra - „Svona verður bullið til"
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Esbjerg í Danmörku.
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Esbjerg í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.
Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa verið sögur á kreiki um að Víkingur hafi boðið Andra Rúnari Bjarnasyni vænlegan samning.

Andri Rúnar er leikmaður Esbjerg í dönsku B-deildinni. Esbjerg mistókst að fara upp um deild í vetur og eru líkur á því að Andri yfirgefi herbúðir danska félagsins. Hann á eitt ár eftir af samningi samkvæmt Transfermarkt en getur að öllum líkindum losnað undan honum.

Í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag kom í ljós að þetta væri ekki satt, Víkingar hafi ekki boðið honum samning.

„Ég heyrði í Heimi Gunnlaugssyni, varaformanni (Víkings), og spurði hann út í þetta. Hann sendi þessa sögu bara burt, það væri alls ekki satt að Andri Rúnar væri með tilboð á borðinu frá Víkingum," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það er alveg rétt, svona verður bullið til. Það vill svo skemmtilega til að ég sá þetta gerast. Ég var áhorfandi í sal hvernig bullið varð til. Þannig er mál með vexti að ég mæti í Fjósið klukkutíma fyrir leik og hitti Heimi. Hann tjáði mér það að Víkingum hefði boðist að fá Andra Rúnar fyrir ævintýralegar upphæðir á mánuði... umboðsmenn Andra eru að prófa vatnið á Íslandi áður en hann tekur ákvörðun með eitthvað úti," sagði Tómas Þór Þórðarson og hélt áfram:

„Ef hann getur fengið korter í tvær milljónir króna á mánuði með öllu, þá væri hann til í að koma heim. Allt í góðu, en Víkingar sögðu nei takk. Hver heldurðu að hafi gengið inn í Fjósið næstur? Andri. Við vorum að ræða þetta og Heimir langaði að ræða þetta við Andra. Þeir þekkjast vel þar sem Andri var í Víkingi. Þeir eru að spjalla um þetta en þarna er þriðji aðili, einhver vinur Andra. Ég veit ekki hvaða maður þetta var, hann heyrir þetta allt saman og þannig verður þetta bull til."

„Ég er ekki að sjá neinn í þessu árferði vera að taka þau laun sem verið er að setja upp fyrir Andra Rúnar akkúrat núna," sagði Tómas.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var spurður út í Andra Rúnar eftir sigur á FH í dag. „Mjög skemmtileg saga," sagði Arnar í viðtalinu sem má sjá hér að neðan en hann vissi ekkert um þessa sögu.

Andri hefur leikið með BÍ/Bolungarvík, Víkingi, Grindavík, Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg á sínum ferli. Hann skoraði þrjú mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur.

Hann á þá að baki fimm A-landsleiki og hefur skorað eitt mark. Hann lék með Víkingi 2015 en gekk í raðir Grindavíkur í upphafi móts 2016. Sumarið 2017 skoraði hann nítján mörk sem var jöfnun á meti í efstu deild.
Arnar Gunnlaugs: Kári sagði fyrir leik að Valur myndi tapa
Útvarpsþátturinn - EM með Gumma Ben og íslenski boltinn
Athugasemdir
banner
banner
banner