Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júlí 2020 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: Vængir sóttu þrjú stig á Vopnafjörð
Kristján Svanur skoraði sigurmark Vængja fyrir austan.
Kristján Svanur skoraði sigurmark Vængja fyrir austan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einherji 1 - 2 Vængir Júpíters
0-1 Ervist Pali
1-1 Georgi Ivanovc Karaneychev
1-2 Kristján Svanur Eymundsson

Einum leik er lokið í 3. deild karla. Sá leikur fór fram á Vopnafjarðarvelli og hófst klukkan 13:00.

Vængir Júpíters mættu í heimsókn úr Grafarvoginum og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins á 16. mínútu. Ervist Pali var þar á ferðinni.

Heimamenn jöfnuðu metin á 82. mínútu með marki Georgi Ivanov en þremur mínútum síðar skoraði Kristján Svanur sigurmark gestanna.

Einherji er með fjögur stig eftir fimm umferðir, jafnmörg stig og Vængir en Einherji hefur skorað fleiri mörk og er því í 10. sæti á meðan Vængir eru í því ellefta sætinu. Fimmta umferðin fer öll fram í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner