mið 12. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Pálmi Rafn Arinbjörnsson (Wolves)
Mynd: Hulda Margrét
Guðmundur Tyrfingsson.
Guðmundur Tyrfingsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Hulda Margrét
Viktor Reynir Oddgeirsson.
Viktor Reynir Oddgeirsson.
Mynd: Hulda Margrét
Jakob Franz Pálsson.
Jakob Franz Pálsson.
Mynd: Hulda Margrét
Pálmi Rafn er mjög efnilegur markvörður sem Wolves keypti af Njarðvík í desember á síðasta ári. Pálmi er unglingalandsliðsmaður sem til þessa hefur leikið ellefu yngri landsleiki.

Hjá Wolves æfir Pálmi með U18 ára liði félagsins. Í janúar var hann hluti af U17 ára landsliðinu sem lék á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi og þá varði Pálmi mark U17 ára liðsins í lokaleiknum í undankeppni fyrir EM 2020. Í dag sýnir Pálmi á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Pálmi Rafn Arinbjörnsson

Gælunafn: Er ekki með neitt gælunafn heima en hérna í Englandi er ég kallaður Palms eða P, því að Pálmi er of flókið fyrir þá.

Aldur: Er 16 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 22 nóvember, 2018.

Uppáhalds drykkur: Fékk algjört æði fyrir nocco í þessu covid situation, þannig verð að segja nocco

Uppáhalds matsölustaður: Subway klikkar aldrei.

Hvernig bíl áttu: Er ekki kominn með bílpróf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber kemur sterkur inn, einnig hefur Haki verið í miklu uppáhaldi hjá mér lengi.

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón gnarr, frændi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hef ekki fengið mér bragðaref í nokkur ár, en fékk mér alltaf jarðarber, cookie dough og snickers bita.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Love you bro” Skilaboð frá 7 ára bróður mínum sem var að fá síma, love it

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Endurtek orð frá mínum manni JB, never say never. En langar að segja HK, aðeins útaf Ari sigurpálsson sagði í sínu viðtali að hann myndi aldrei spila fyrir Njarðvík, varð frekar sár.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Meritan Shabani og Luke matheson voru ansi sprækir í æfingarleik u18 vs u23 hjá okkur um daginn.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sævar júlíusson hjálpaði mér verulega mikið, hafði alltaf trú á mér.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðmundur Tyrfingsson var alltaf að stríða mér í yngri flokkunum, skoraði örugglega í hverjum einasta leik á móti mér, alveg óþolandi.

Sætasti sigurinn: Verð að segja þegar ég spilaði annan leikinn minn fyrir meistaraflokkinn hjá Njarðvík, ég kom inná í hálfleik á móti Grindavík eitt undirbúningstímabil og við vorum að tapa 1-2 í hálfleik, átti mjög góðann leik og endaði leikurinn 4-3 fyrir okkur, fannst geggjað að geta hjálpað liðinu að vinna þennan leik, þótt þetta hafi bara verið vinaleikur.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki fengið að spila einn deildarleik fyrir Njarðvík þau ár sem ég var þar. Það voru líka mikil vonbrigði að komast ekki í milliriðil með u17 í fyrra.

Uppáhalds lið í enska: Wolves að sjálfsögðu

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi vilja fá Svavar Örn Þórðarson í Wolves

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn Óskarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Reynir Oddgeirsson. Vá.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:

Uppáhalds staður á Íslandi: Heimabærinn, Njarðvík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyndnustu momentin eru þegar foreldar hafa ekki stjórn á sér, hef margoft heyrt “þessi markmaður getur ekki rassgat”. Það finnst mér gaman, sérstaklega þegar leikurinn fer minn veg.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku, síðan smá TikTok.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei voða lítið.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma Future 5.1, rise pack

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var að spila minn fyrsta leik með u15 og ég fékk sendingu tilbaka og ætlaði að negla honum fram, en boltinn fer á tánna á vinstri fætinum og lyftist upp, þar af leiðandi hitti ég ekki boltann og Færeyingar skora, unnum hinsvegar leikinn 7-1 þannig það skipti nú litlu máli.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Viktor Reynir, Jakob Franz og Núma Gíslason, litla stemningin sem það yrði. Kobbi myndi halda okkur á lífi, yfirvegaður strákur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég æfði söng, og söng í jólaboði hjá þáverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þegar ég var 11 ára.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jakob Franz, hann talaði voða lítið, fór lítið fyrir honum, en ég kynntist honum vel eina landsliðsferð og það kom mér á óvart hvað hann er skemmtilegur og erum við góðir vinir í dag, hann losnar ekki við mig í landsliðs ferðum. Topp gæji.

Hverju laugstu síðast: Að ég var ekki með æfingar set inni herbergi, því ég gleymdi að sitja það í körfuna fyrir morgunmat og ef maður gleymir því, þá þarf maður að hlaupa extra eftir æfingu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sprettir eftir æfingar, miklir sprettir, sérstaklega í preseason, þá fara þjálfararnir all inn.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Jan Oblak að eitthverju sniðugu.
Athugasemdir
banner
banner
banner