mið 12. ágúst 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR losnar úr sóttkví á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR mun losna úr sóttkví á morgun. Þær eiga leik á sunnudag gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild kvenna.

Íslandsmótið í fótbolta snýr aftur á föstudagskvöld og fjöldi leikja verður á dagskrá um helgina.

Kvennalið KR fór í sóttkví í annað skipti í sumar eftir að aðili tengdur liðinu greindist með kórónaveiruna. Leikmenn KR voru einnig í sóttkví eftir leik liðsins gegn Breiðabliki í júní þar sem smitaður leikmaður Breiðabliks spilaði leikinn.

KR-ingar klára sína aðra sóttkví í sumar á morgun og getur liðið þá hafið undirbúning fyrir leikinn erfiða á sunnudag.

KR er búið að spila sjö leiki í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Tveimur leikjum var frestað þegar liðið var síðast í sóttkví en búið er að spila annan af þeim leikjum. KR er því búið að spila einum leik minna en nokkur önnur lið í deildinni í dag.

Hér að neðan má sjá leiki helgarinnar í Pepsi Max-deild kvenna.

sunnudagur 16. ágúst
14:00 Selfoss-Fylkir (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KR-Valur (Meistaravellir)
14:00 Þróttur R.-ÍBV (Eimskipsvöllurinn)
16:00 Stjarnan-Þór/KA (Samsungvöllurinn)
16:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner