banner
   fös 12. ágúst 2022 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexandra farin frá Frankfurt (Staðfest) - Á leið frá Þýskalandi
Mynd: Mirko Kappes
Alexandra Jóhannsdóttir hefur yfirgefið þýska félagið Eintracht Frankfurt eftir eitt og hálft tímabil sem leikmaður félagsins. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni.

Á síðunni segir að Alexandra sé að ganga í raðir félags utan Þýskalands.

Hún gekk í raðir Frankfurt í janúar á síðasta ári og kom við sögu í alls 24 deildarleikjum og fjórum bikarleikjum með félaginu. Í þeim leikjum skoraði Alexandra eitt mark.

Alexandra, sem er 22 ára miðjumaður, er íslensk landsliðskona og kom við sögu í tveimur leikjum liðsins á EM í sumar.

Fyrri hluta sumars lék Alexandra á láni hjá Breiðabliki til að vera í sem besta forminu þegar EM byrjaði. Hún er ekki á leiðinni aftur til Breiðabliks og hefur hún verið orðuð við félög á Ítalíu.

Sjá einnig:
Alexandra farin frá Breiðabliki - Meðal annars áhugi frá Ítalíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner