Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 12. ágúst 2022 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Valur í úrslit í fyrsta sinn í 10 ár
Cyera Makenzie Hintzen
Cyera Makenzie Hintzen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 1 - 3 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir ('7)
0-2 Cyera Makenzie Hintzen ('25)
0-3 Cyera Makenzie Hintzen ('35)
1-3 Jasmín Erla Ingadóttir ('89)


Stjarnan og Valur áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Búist var við hörku leik en allt kom fyrir ekki. Valur var með rosalega yfirburði í fyrri hálfleik.

Strax á 7. mínútu kom Mist Edvardsdóttir Valskonum yfir þegar hún skallaði boltann á magnaðann hátt í netið. Hún stýrði föstu skoti Önnu Rakelar á markið með höfðinu.

Á 25. mínútu tvöfaldaði Cyera Makenzie Hintzen forystuna eftir skelfileg mistök í vörn Stjörnukvenna. Hún var síðan aftur á ferðinni 10 mínútum síðar þegar hún skoraði þriðja mark Vals.

Þannig var staðan í hálfleik en síðari hálfleikur var öllu rólegri. Valur var komið í góða stöðu en  Jasmín Erla Ingadóttir klóraði í bakkann á loka mínútu venjulegs leiktíma. 3-1 lokatölur.

Valur mætir sigurvegaranum úr leik Selfoss og Breiðabliks sem mætast á morgun.

Valur er sigursælasta lið keppninnar en liðið var síðast í úrslitum árið 2012 þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni 1-0.


Athugasemdir
banner