Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 12. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Fyrsti sigur KR síðan 20. maí - „Glórulaust en kærkomið“
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta er mikill léttir. Sigurinn á eftir FH í fyrri umferð ef ég man rétt. Það er náttúrulega glórulaust en kærkomið.“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir langþráðan 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Var ekki mikilvægt fyrir KR að ná inn marki rétt fyrir hálfleik?

Þetta var að mér fannst 50/50 leikur og kannski ekkert mikið um færi. En hrikalega mikilvægt að ná markinu og ná að endurstilla okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náum að halda það út. Ég viðurkenni að það fór örlítið um mann hérna undir lokin en sem betur fer í þetta skiptið var lukkan með okkur.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem KR-ingar halda hreinu, það hlýtur að vera jákvætt fyrir liðið?

Já já, almáttugur. Strákarnir eiga það svo mikið skilið eftir vinnusemina og baráttuna í kvöld. Þeir virkilega lögðu allt í þetta. Ef maður gerir það á maður til að uppskera.

Jóhannes Kristinn Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í dag síðan í maí. Pálmi var ánægður að fá hann til baka.

Það er jákvætt að fá Jóa til baka og þessa stráka sem eru á leiðinni til baka. Ég held að ég sé ekkert að ljúga að því þegar ég segi að við höfum verið ansi óheppnir með meiðsli á þessu tímabili. Það er sjaldan þar sem við höfum getað valið úr og einhver barátta um byrjunarliðssæti. Virkilega gott að fá Jóa og aðra til baka úr meiðslum, það hjálpar.

Gyrðir Hrafn er nýkominn heim í KR frá FH. Hann ásamt Ástbirni Þórðarsyni komu í Vesturbæinn en Kristján Flóki fór í hina áttina. Liðin gerðu samkomulag um að leikmennirnir mættu ekki spila í dag nema ef annað liðið myndi borga hinu liðinu ákveðna upphæð. 

Hugsaði KR á einhverjum tímapunkti um að spila Gyrði í dag gegn FH?

Nei nei. Þetta er bara eitthvað samkomulag á milli liðanna þótt að maður hefur ekkert lesið eitthvað hvað felst í þessu. Við erum heiðursmenn myndi ég segja hérna í Vesturbænum. Við vorum ekkert að fara út í það.“ sagði Pálmi Rafn en viðtalið er mun lengra.

Viðtalið við Pálma má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner