Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
   mán 12. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Fyrsti sigur KR síðan 20. maí - „Glórulaust en kærkomið“
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Pálmi Rafn, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta er mikill léttir. Sigurinn á eftir FH í fyrri umferð ef ég man rétt. Það er náttúrulega glórulaust en kærkomið.“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir langþráðan 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Var ekki mikilvægt fyrir KR að ná inn marki rétt fyrir hálfleik?

Þetta var að mér fannst 50/50 leikur og kannski ekkert mikið um færi. En hrikalega mikilvægt að ná markinu og ná að endurstilla okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náum að halda það út. Ég viðurkenni að það fór örlítið um mann hérna undir lokin en sem betur fer í þetta skiptið var lukkan með okkur.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem KR-ingar halda hreinu, það hlýtur að vera jákvætt fyrir liðið?

Já já, almáttugur. Strákarnir eiga það svo mikið skilið eftir vinnusemina og baráttuna í kvöld. Þeir virkilega lögðu allt í þetta. Ef maður gerir það á maður til að uppskera.

Jóhannes Kristinn Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í dag síðan í maí. Pálmi var ánægður að fá hann til baka.

Það er jákvætt að fá Jóa til baka og þessa stráka sem eru á leiðinni til baka. Ég held að ég sé ekkert að ljúga að því þegar ég segi að við höfum verið ansi óheppnir með meiðsli á þessu tímabili. Það er sjaldan þar sem við höfum getað valið úr og einhver barátta um byrjunarliðssæti. Virkilega gott að fá Jóa og aðra til baka úr meiðslum, það hjálpar.

Gyrðir Hrafn er nýkominn heim í KR frá FH. Hann ásamt Ástbirni Þórðarsyni komu í Vesturbæinn en Kristján Flóki fór í hina áttina. Liðin gerðu samkomulag um að leikmennirnir mættu ekki spila í dag nema ef annað liðið myndi borga hinu liðinu ákveðna upphæð. 

Hugsaði KR á einhverjum tímapunkti um að spila Gyrði í dag gegn FH?

Nei nei. Þetta er bara eitthvað samkomulag á milli liðanna þótt að maður hefur ekkert lesið eitthvað hvað felst í þessu. Við erum heiðursmenn myndi ég segja hérna í Vesturbænum. Við vorum ekkert að fara út í það.“ sagði Pálmi Rafn en viðtalið er mun lengra.

Viðtalið við Pálma má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner