Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea leggur meira púður í Garnacho
Mynd: EPA
Chelsea hefur ákveðið að leggja meira púður í viðræður við Manchester United um kantmanninn efnilega Alejandro Garnacho.

Man Utd vill fá 50 milljónir punda til að selja ungstirnið sitt en Chelsea er að reyna að klófesta hann fyrir lægri upphæð.

Garnacho er spenntur fyrir að ganga til liðs við Chelsea og er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir langtímasamningi við félagið.

Garnacho er 21 árs gamall og kom að 21 marki í 58 leikjum með Rauðu djöflunum á síðustu leiktíð. Hann er með 8 A-landsleiki að baki fyrir Argentínu þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni.

Garnacho á ekki framtíð fyrir sér hjá Man Utd og vill félagið selja hann sem fyrst til að safna pening fyrir næstu leikmannakaupum. Rauðu djöflarnir eru meðal annars orðaðir við Gianluigi Donnarumma og Carlos Baleba þessa dagana.

Chelsea er ekki eingöngu að reyna við Garnacho því félagið er einnig að reyna að kaupa Xavi Simons úr röðum Leipzig.

   08.08.2025 10:05
Garnacho með munnlegt samkomulag við Chelsea

Athugasemdir
banner
banner