Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaðurinn lætur í sér heyra - „Allt snýst um peninga og engin virðing sýnd“
Gianluigi Donnarumma
Gianluigi Donnarumma
Mynd: EPA
Nasser Al-Khelaifi og hans menn í stjórn PSG sýndu Donnarumma enga virðingu
Nasser Al-Khelaifi og hans menn í stjórn PSG sýndu Donnarumma enga virðingu
Mynd: EPA
Enzo Raiola, umboðsmaður Gianluigi Donnarumma, hakkar franska félagið Paris Saint-Germain í sig eftir fréttir kvöldsins, en Donnarumma er á förum eftir fjögurra ára dvöl hjá félaginu.

PSG ákvað að frysta Donnarumma eftir að leikmaðurinn hafnaði samningstilboði frá félaginu.

Félagið fór beint í það að finna arftaka hans og liðu aðeins nokkrar vikur áður en Lucas Chevalier var keyptur frá Lille.

Donnarumma, sem var langbesti markvörður Evrópu á síðasta tímabili er PSG varð Evrópumeistari, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld eftir að hann var ekki tekinn með í verkefnið gegn Tottenham í Ofurbikarnum.

Hann sagðist vonsvikinn og niðurdreginn yfir ákvörðun PSG, og að nú væri komið að kveðjustund. Umboðsmaður hans ákvað í kjölfarið að tjá sig aðeins um framferði PSG í sumar.

„Við erum hneykslaðir yfir framferði PSG. Það er engin virðing frá félaginu eftir að hafa eytt fjórum árum saman. Við munum fara yfir stöðuna með lögfræðiteyminu.“

„Gigio var reiðubúinn að taka á sig launalækkun, en þá breytti PSG aftur skilyrðunum.“


Chelsea, Manchester City og Manchester United eru sögð berjast um Donnarumma, en svo virðist sem Man City leiði kapphlaupið og að Donnarumma sé þegar búinn að semja við félagið um kaup og kjör.

„Við munum skoða allar lausnir. Kannski eru félög í ensku úrvalsdeildinni tilbúinn að borga það sem þarf. PSG er að biðja um háa upphæð. Þeir tala um virðingu, en þetta snýst bara um peninga og ekkert annað,“ sagði Raiola við Sky.
Athugasemdir
banner