Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 12. september 2019 14:58
Elvar Geir Magnússon
Fern stór VAR mistök í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Mike Riley, yfirmaður dómara á Englandi, viðurkennir að fjögur stór VAR mistök hafi átt sér stað á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Atvikin eru:

- Jöfnunarmark Fabian Schar fyrir Newcastle gegn Watford. Hendi í aðdragandanum.

- Þegar Touri Tielemans, leikmaður Leicester, traðkar á Callum Wilson, leikmanni Bournemouth.

- Manchester City átti að fá víti þegar Jefferson Lerma, leikmaður Bournemouth, stóð á fæti David Silva.

- West Ham átti að fá víti þegar Sebastian Haller var felldur af Tom Trybull, leikmanni Norwich.

VAR í ensku úrvalsdeildinni:
227 atvik skoðuð í VAR.
6 ákvörðunum á vellinum breytt.
4 ákvarðanir sem átti að breyta en var ekki.

„Við erum að læra og erum alltaf að vinna í því að bæta þetta. Það hafa komið nokkur atvik í fyrstu fjórum umferðunum sem við þurfum að læra betur á," segir Riley.
Athugasemdir
banner
banner
banner