Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
banner
   mán 12. september 2022 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr útskýrði fagnið - Geggjað að vera í Eyjum
Útskýrði reyndar ekki þetta fagn.
Útskýrði reyndar ekki þetta fagn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst þetta geggjað, ég er utan af landi og þetta líf hentar mér bara mjög vel.
Mér finnst þetta geggjað, ég er utan af landi og þetta líf hentar mér bara mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson skoraði í gær fyrra mark ÍBV í 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í gær. Alex fagnaði með því að klæða sig úr annarri erminni á treyju sinni og var eins og á hann vantaði hönd.

Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í fagnið.

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Það er gaur hérna í Eyjum sem heitir Örn Hilmisson. Hann missti hendina fyrir akkúrat 24 árum í gær. Hann sagði okkur það fyrir leik að stubburinn væri 24 ára gamall," sagði Alex.

„Hann er búinn að vera mikið í kringum fótboltann. Ég held að sagan sé þannig að hann hafi fengið leyfi til að fara af spítalanum nokkrum dögum eftir þetta og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍBV í Frostaskjólinu fyrir 24 árum."

Í viðtalinu er Alex spurður út í stigið sem ÍBV fékk í gær og bætt gengi ÍBV frá því í upphafi móts.

Alex var að skora sitt þriðja mark í sumar en hann kom frá KR í vetur. Hann hefur verið vaxandi á tímabilinu eins og ÍBV liðið í heild. Hvernig ertu að fíla þig í Eyjum?

„Mér finnst þetta geggjað, ég er utan af landi og þetta líf hentar mér bara mjög vel. Ég náði restinni af tímabilinu í fyrra til að koma mér í eitthvað stand eftir meiðsli. Ég hef svona verið að byggja ofan á það í vetur og inn í sumarið."

„Ég er loksins í 'áttu' hlutverki sem ég er mjög hrifinn af. Ég hef ekki mikið spilað það á ferlinum, spilaði það 2019 með KR áður en ég meiddist og svo núna. Annars hef ég mikið verið notaður úti á kanti sem mér finnst ég persónulega ekki vera. Ég er bara mjög sáttur með það,"
sagði Alex.


Athugasemdir
banner
banner
banner