Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
   mán 12. september 2022 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr útskýrði fagnið - Geggjað að vera í Eyjum
Útskýrði reyndar ekki þetta fagn.
Útskýrði reyndar ekki þetta fagn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst þetta geggjað, ég er utan af landi og þetta líf hentar mér bara mjög vel.
Mér finnst þetta geggjað, ég er utan af landi og þetta líf hentar mér bara mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson skoraði í gær fyrra mark ÍBV í 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í gær. Alex fagnaði með því að klæða sig úr annarri erminni á treyju sinni og var eins og á hann vantaði hönd.

Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í fagnið.

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Það er gaur hérna í Eyjum sem heitir Örn Hilmisson. Hann missti hendina fyrir akkúrat 24 árum í gær. Hann sagði okkur það fyrir leik að stubburinn væri 24 ára gamall," sagði Alex.

„Hann er búinn að vera mikið í kringum fótboltann. Ég held að sagan sé þannig að hann hafi fengið leyfi til að fara af spítalanum nokkrum dögum eftir þetta og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍBV í Frostaskjólinu fyrir 24 árum."

Í viðtalinu er Alex spurður út í stigið sem ÍBV fékk í gær og bætt gengi ÍBV frá því í upphafi móts.

Alex var að skora sitt þriðja mark í sumar en hann kom frá KR í vetur. Hann hefur verið vaxandi á tímabilinu eins og ÍBV liðið í heild. Hvernig ertu að fíla þig í Eyjum?

„Mér finnst þetta geggjað, ég er utan af landi og þetta líf hentar mér bara mjög vel. Ég náði restinni af tímabilinu í fyrra til að koma mér í eitthvað stand eftir meiðsli. Ég hef svona verið að byggja ofan á það í vetur og inn í sumarið."

„Ég er loksins í 'áttu' hlutverki sem ég er mjög hrifinn af. Ég hef ekki mikið spilað það á ferlinum, spilaði það 2019 með KR áður en ég meiddist og svo núna. Annars hef ég mikið verið notaður úti á kanti sem mér finnst ég persónulega ekki vera. Ég er bara mjög sáttur með það,"
sagði Alex.


Athugasemdir
banner
banner