Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 12. september 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Njarðvíkingar bjóða líka upp á rútu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil spenna fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar sem fram fer á laugardag enda ræðst þá hvaða lið fer beint upp og hvaða lið fara í umspilið.

Í gær sögðum við frá því að Eyjamenn geta ferðast sér að kostnaðarlausu á leik liðsins í Breiðholti en það eru fleiri félög sem stuðningsmönnum sínum upp á rútuferð.

Njarðvíkingar spila einn stærsta leik sinn í sögunni þegar þeir fara í Safamýrina og mæta grönnum sínum í Grindavík. Njarðvík ætlar að bjóða upp á fría rútuferð á leikinn ef nægilegur fjöldi skráninga næst.

„Það er óhætt að segja að á laugardaginn fari fram einn stærsti leikur í sögu Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, en þá getur meistaraflokkur karla bæði tryggt sér sæti í umsspili Lengjudeildarinnar um laust sæti í Bestu deildinni að ári með sigri og um leið náð besta árangri í sögu félagsins, 5. sæti," segir í tilkynningu Njarðvíkur.

„En til þess að tryggja umspilsssætið þurfum við að sigra Grindvíkinga í Safamýrinni á Stakkavíkurvellinum þeirra, og við treystum því að Njarðvíkingar fjölmenni á völlinn til að hjálpa strákunum að ná í sigurinn."


Lokaumferðin í Lengjudeild karla á laugardag
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner