Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrstu merki þreytu hjá Guardiola sem stjóri City?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur tapað einungis 71 leik á ferli sínum sem stjóri, 71 af 643 leikjum alls. Aðeins 11% leikjanna hafa tapast, sem verður að teljast afskaplega lágt hlutfall.

Guardiola er ekki vanur því að tapa og þess vegna hafa einhverjir farið dýpra í málin og velt því fyrir sér hvort einhver þreyta sé kominn hjá honum sem stjóri hjá Manchester City. City hefur tapað þremur leikjum á leiktíðinni og gert eitt jafntefli í deildinni. Liðið er níu stigum frá toppliði Liverpool.

Guardiola hrósaði liði sínu í hástert eftir 3-1 tap gegn Liverpool á Anfield á sunnudag. „Ég hef sjaldan verið stoltari af frammistöðu á öllum mínum stjóraferli," sagði Guardiola eftir leikinn á sunnudag.

Hann var einnig stoltur eftir tap liðsins gegn Tottenham á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni. Hann virðist vera mjög stoltur þegar lið hans tapar.

Þá eru svör hans við handabandinu við Michael Oliver, dómara leiksins á sunnudag, furðuleg. Guardiola neitar fyrir að hafa verið kaldhæðinn í því atviki þó hann hrissti hönd Oliver á óhefðbundinn hátt.

Eitthvað við mótlæti virðist fara mjög illa í hann og hefur þetta vakið meiri athygli þegar mótlætið veldur því að hans lið tapar leikjum með meira vægi en aðrir leikir.

Nánar má lesa um þetta í grein Daily Mail hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner