Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 09:13
Magnús Már Einarsson
Sterling viðurkennir að hafa misst stjórn á sér - Rifist í mötuneytinu
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling verður ekki með enska landsliðinu í komandi leik gegn Svartfjallalandi á fimmtudag eftir rifrildi við Joe Gomez, leikmann Liverpool.

Sterlnig og Gomez rifust undir lokin í sigri Liverpool á Manchester City á sunnudag en þeir komu síðan til móts við enska landsliðið í gær.

Í mötuneyti enska liðsins fóru Sterling og Gomez að rífast og á endanum þurfti að skilja þá í sundur. Sterling fær ekki að spila á fimmtudag sögusagnir segja að hann hafi tekið Gomez hálstaki.

„Bæði ég og Joe höfum rætt saman um hlutina og afgreitt þá," sagði Sterling á Instagram í morgun.

„Við erum í íþrótt þar sem tilfinningarnar eru miklar og ég er nægilega mikill maður til að geta viðurkennt að tilfinningarnar voru of miklar hjá mér."

„Ástæðan fyrir því að við erum í þessari íþrótt er sú að við elskum hana. Ég og Joe Gomez erum góðir, við skiljum báðir að þetta var eitthvað sem gerðist í 5-10 sekúndur...þetta er búið, við höldum áfram og gerum ekki meiri hluti úr þessu. Einbeittum okkur að leiknum á fimmtudag."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner