Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. nóvember 2021 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáði ekki í hvaða liði Natasha er - Talar um að stækka kökuna
Icelandair
Natasha Anasi
Natasha Anasi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín
Ída Marín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn eru í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópnum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Ída Marín Hermannsdóttir er nýliði en Natasha Anasi hafði verið í hópnum fyrir tíð Steina.

Smelltu hér til að sjá hópinn!

Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag og var Steini spurður út í nýju leikmennina. Hann segir að frammistaða Elísu Viðarsdóttur í vinstri bakverðinum í síðasta verkefni hefði opnað dyr fyrir því að velja leikmann í aðra stöðu í þessu verkefni.

Veit alveg hvað Hafrún getur
Hver er hugsunin á bakvið valið á Ídu og Natöshu?

„Ída spilaði vel í sumar og við erum meðvituð um að þurfa að skoða leikmenn, gefa leikmönnum tækifæri og stækka kökuna sem við höfum úr að velja þannig við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina," sagði Steini.

„Natasha hefur verið mjög nálægt því að vera valin, ætlaði að velja hana síðast en tók Hafrúnu inn sem vinstri bakvörð því ég var ekki alveg viss um að Elísa myndi leysa vinstri bakvörðinn eins vel og hún gerði. Hafrún var góð í verkefninu hjá okkur og var góð í vikunni í Meistaradeildinni. Ég veit alveg hvað Hafrún getur og ég hef ákveðið að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri á að sýna hversu langt hún er komin."

Natasha getur leyst margar stöður - Ída á miðjunni
Horfiru á Natöshu sem vinstri bakvörð?

„Hún getur leyst margar stöður. Hún getur spilað hafsent, hún getur spilað djúp á miðju og getur spilað hægri bakvörð. Ég er ekki að horfa á hana sem vinstri bakvörð, væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik."

Hvort horfiru á Ídu sem kantmann eða miðjumann?

„Ég horfi á Ídu meira sem miðjumann."

Hló að spurningu fréttamanns
Það hefur gerst að leikmaður gengur í raðir ákveðins félags og er í kjölfarið valinn í landsliðið. Var léttara að velja Natöshu eftir að hún skipti í Breiðablik?

„Nei, ég var ekki á þeim buxunum," sagði Steini og hló.

„Ég spáði ekkert í því hvaða liði hún er, hún er skráð held ég ennþá í Keflavík," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner