Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. desember 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nýr leikvangur ekki tilbúinn gegn Man Utd
Daniel Levy, forseti Tottenham.
Daniel Levy, forseti Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að staðfesta að heimaleikurinn gegn Manchester United þann 13. janúar verður ekki spilaður á væntanlegum heimavelli félagsins.

Félagið vonaðist til að búið yrði að ljúka við framkvæmd nýs leikvangs fyrir stórleikinn gegn Rauðu djöflunum en nú hefur borist þess staðfesting að svo er ekki.

Það hefur gengið brösulega að byggja nýjan leikvang, sem átti að vera tilbúinn síðasta sumar.

„Við áttum okkur á því að þetta hefur ekki gengið vel og það kemur niður á stuðningsmönnum, en við erum loksins byrjuð að sjá niðurstöðurnar sem við vildum sjá," sagði Daniel Levy, forseti Tottenham.

„Ég vil ekki staðfesta neinar dagsetningar fyrr en allt er klappað og klárt. Við erum mjög pirruð yfir þessu máli en þetta verður allt þess virði að lokum. Ég vil biðja ykkur stuðningsmenn afsökunar og þakka ykkur fyrir þolinmæðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner