Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Arsenal og ummæli Ljungberg: Saka bestur
Mynd: Getty Images
Arsenal heimsótti Standard Liege í síðasta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.

Arsenal var betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Heimamenn mættu grmimir út í seinni hálfleikinn og komust í 2-0.

Bukayo Saka, sem var afar líflegur og átti sex marktilraunir í fyrri hálfleik, lagði upp fyrir Alexandre Lacazette á 78. mínútu og gerði svo jöfnunarmarkið sjálfur skömmu síðar.

Sky Sports valdi hinn unga Saka sem mann leiksins og gaf honum 8 í einkunn. Auk Emile Smith-Rowe og Martinelli var Saka eini leikmaður Arsenal til að fá yfir 6 í einkunn.

Arsenal: Martinez (6), Sokratis (6), Mavropanos (5), Luiz (6), Maitland-Niles (6), Willock (6), Saka (8), Nelson (5), Lacazette (6), Smith Rowe (7).
Varamenn: Martinelli (7), Chambers (6)

Freddie Ljungberg er bráðabirgðastjóri Arsenal og var hann ánægður með framlag Saka að leikslokum.

„Hann var stórkostlegur í dag. Hann var eitthvað pirraður fyrir leikinn því ég stillti honum upp sem vængbakverði," sagði Ljungberg brosandi að leikslokum.

„Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum og áttum að vera einu eða tveimur mörkum yfir í leikhlé. Þeir skoruðu svo tvö heppnismörk og ég get ekki verið reiður út í leikmenn fyrir það, bæði skotin fóru af varnarmanni og inn.

„Strákarnir hefðu getað gefist upp eftir það en gerðu það ekki og náðu í jafntefli. Við hefðum getað unnið leikinn en ég fékk upplýsingar frá Þýskalandi og sagði leikmönnum að slaka á."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner