Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd þarf að bjóða risaupphæð til að eiga möguleika á Saul
Saul Niguez fagnar marki.
Saul Niguez fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er ákveðið í að halda Saul Niguez og Manchester United þyrfti að bjóða risaupphæð í leikmanninn svo spænska félagið myndi skoða að selja hann í janúarglugganum.

Saul kom upp úr akademíu Atletico og hefur þegar leikið hátt í 250 leiki fyrir aðallið félagsins.

Mundo Deportivo segir að hann verði ekki seldur nema risatilboð komi í miðjumanninn.

United er meðal félaga sem hafa áhuga á honum en spænska blaðið segir að það þurfi að koma tilboð sem Atletico geti ekki hafnað.

Talað er um tilboð upp á 128 milljónir punda en Atletico vill halda leikmanninum til sumars að minnsta kosti. Samningur hans við félagið er til 2026.

United horfir til Saul sem mögulegan arftaka Paul Pogba ef franski miðjumaðurinn fer til Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner