Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 16:15
Aksentije Milisic
Sessegnon yngsti markaskorari í sögu Tottenham í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Tottenham fór í heimsókn á Allianz Arena í gær og mætti Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu. Bæði lið voru komin áfram fyrir leikinn og því var ekkert undir.

Bayern Munchen vann leikinn með þremur mörkum gegn einu og enduðu á toppi riðilsins.

Ryan Sessegnon, sem keypur var frá Fulham síðasta sumar, skoraði mark Tottenham í leiknum en hann varð þá yngsti leikmaðurinn í sögu Tottenham sem skorar mark á stærsta sviðinu. Sessegnon var í gær 19 ára og 207 daga gamall en hann er einnig fyrsti unglingurinn sem skorar fyrir Tottenham í þessari keppni.

Tottenham mætir Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag og spurning hvort að Sessegnon fái sénsinn aftur þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner