Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. janúar 2018 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Stjarnan sigraði í Kórnum
GauI Baldvins trygði sigur Garðbæinga.
GauI Baldvins trygði sigur Garðbæinga.
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik 0 - 1 Stjarnan
0-1 Guðjón Baldvinsson ('53)

Nágrannaliðin Breiðablik og Stjarnan mættust í seinni leik dagsins í Fótbolta.net mótsins sem byrjað er að rúlla.

Þessi lið ætla sér bæði að vera í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni næsta sumar og þessi viðureign var því áhugaverð.

Það var Stjarnan sem komst yfir með marki Guðjóns Baldvinssonar eftir hornspyrnu. Blikar hefðu getað gert betur varnarlega í markinu en stuttu áður en markið kom átti Andri Rafn Yeoman, miðjumaður Blika, skot sem fór rétt fram hjá stönginni.

Bæði lið hefðu getað skorað eftir mark Stjörnunnar en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-0 fyrir Stjörnuna.

Hin liðin í þessum riðli mættust fyrr í dag og hafði ÍA þá betur gegn ÍBV í Akraneshöllinni.

Bæði lið voru að spila með nýja leikmenn í sínum liðum en hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Breiðabliks: 1. Gunnleifur Gunnleifsson, 4. Damir Muminovic, 5. Elfar Freyr Helgason, 7. Jonathan Hendrickx, 14. Óskar Jónasson, 15. Davíð Kristján Ólafsson, 17. Sveinn Aron Guðjohnsen, 18. Willum Þór Willumsson, 21. Viktor Örn Margeirsson, 30. Andri Rafn Yeoman, 35. Karl Friðleifur Gunnarsson.

Byrjunarlið Stjörnunnar: 1. Haraldur Björnsson, 3. Jósef Kristinn Jósefsson, 4. Jóhann Laxdal, 5. Óttar Bjarni Guðmundsson, 7. Guðjón Baldvinsson, 8. Baldur Sigurðsson, 9. Daníel Laxdal, 11. Þorsteinn Már Ragnarsson, 14. Hörður Árnason, 16. Ævar Ingi Jóhannesson, 29. Alex Þór Hauksson.Athugasemdir
banner
banner
banner