Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. janúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar: Held að það hafi verið mistök að spyrja mig að þessu
Neymar
Neymar
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar var nokkuð sáttur með 3-3 jafntefli Paris Saint-Germain gegn Mónakó í frönsku deildinni í gær en Thomas Tuchel stillti upp afar sóknarsinnuðu liði.

Neymar skoraði tvö mörk í jafnteflinu en varnarleikur PSG var þó í molum og nýtti Mónakó sér ítrekað veikleika liðsins.

Neymar, Kylian Mbappe, Mauro Icardi og Angel Di Maria byrjuðu allir í gær en Brasilíumaðurinn er sáttur með þessa uppstillingu.

„Við skoruðum þrjú mörk, þannig ég held að þetta hafi virkað vel. Við erum með gæði og við vitum það. Ég held að þú hafir gert mistök með því að spyrja mig að þessu en ég svaraði henni samt," sagði Neymar

Sóknarlína PSG er ógnarleg en Neymar er með 12 mörk og 6 stoðsendingar í 14 leikjum. Mauro Icardi er með 17 mörk og 4 stoðsendingar og Kylian Mbappe er með 19 mörk og 11 stoðsendingar.

PSG er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á Marseille og þá á liðið leik til góða.
Athugasemdir
banner