banner
   mið 13. janúar 2021 18:40
Aksentije Milisic
Juventus fær vængmann frá Nantes (Staðfest)
Dabo í leik með Frakklandi.
Dabo í leik með Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur fengið vængmanninn unga Abdoulaye Dabo á láni frá franska liðinu Nantes út tímabili.

Dabo er 19 ára vængmaður sem kemur til með að spila með undir 23 ára liði Juventus á þessu tímabili og svo hefur félagið þann möguleika að kaupa Dabo þegar lánstímabilinu lýkur.

Dabo er í undir 18 ára landsliði Frakklands og þá hefur hann spilað með varaliði Nantes á þessu tímabili.

Dabo er sagður vera gríðarlega mikið efni og var Juventus nálægt því að kaupa Dabo þegar Claudio Ranieri var þjálfari Nantes. Ranieri náði að stöðva þau skipti.

Dabo er alinn upp hjá Nantes og hefur spilað og búið þar alla sína tíð. Hann var 17 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner