banner
   fim 13. janúar 2022 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron í miðverðinum í langþráðum sigri Al Arabi - Frestað hjá Lecce
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson lék allar 90 mínúturnar þegar Al Arabi vann 0-1 útisigur gegn Al Sailiya í katörsku deildinni í dag.

Abdulqadur Ilyas skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Heimamenn voru fyrir umferðina í neðsta sæti á meðan Al Arabi er í baráttunni um sæti í forkeppni asísku Meistaradeildarinnar.

Al Gharafa, sem situr í þriðja sæti, tapaði í dag og því náði Al Arabi að jafna liðið að stigum.

Aron Einar lék í miðverðinum í dag. Þetta var langþráður sigur hjá Al Arabi sem hafði ekki unnið leik í um sjö vikur, frá því seint í nóvember.

Aron er eini Íslendingurinn sem spilar í dag þar sem Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, spilar ekki þar sem leik liðsins gegn Vicenza í ítölsku Serie B hefur verið frestað. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn mun fara fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner