fim 13. febrúar 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg æft vel en verður samt ekki með um helgina
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er ekki alveg klár í slaginn og spilar ekki með Burnley á morgun gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, segir að íslenski kantmaðurinn fái auka tíma til að jafna sig svo það komi örugglega ekki bakslag í meiðslin sem hafa verið að hrjá hann.

Dyche segir annars að Jóhann Berg hafi æft vel í vikunni og litið vel út á æfingum.

Jói Berg skoraði gegn Southampton í 3-0 sigri í opnunarleik Burnley í deildinni á þessu tímabili.

Meiðsli hafa leikið hann grátt á tímabilinu og hefur hann aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum. Hann kom síðast við sögu í bikarleik gegn Peterborough 4. janúar síðastliðinn.

Burnley er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner