Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. febrúar 2020 08:39
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd berjast um Sancho
Powerade
Hvert fer Sancho í sumar?
Hvert fer Sancho í sumar?
Mynd: Getty Images
Timo Werner er orðaður við Liverpool.
Timo Werner er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho er vinsæll hjá ensku slúðurblöðunum þessa dagana. Skoðum slúðurpakkann!



Liverpool vill kaupa Jadon Sancho í sumar frá Borussia Dortmund. Þýska félagið vill fá að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir Sancoh en Manchester City, Manchester United, Chelsea, Real Madrid og Barcelona hafa öll áhuga. (Mail)

Dortmund ætlar að leyfa Sancho að fara í sumar en félagið er byrjað að leita að eftirmanni hans. (Telegraph)

Manchester United er í bílstjórabaráttunni í baráttunni um Sancho. Ólíklegt er að hann fari til Chelsea þar sem félagið er að kaupa Hakim Ziyech (26) frá Ajax. (Standard)

Chelsea og Manchester United eru tilbúin að greiða 35 milljónir punda til að fá miðjumanninn Jude Bellingham (16) fra Birmingham. 15 milljónir punda gætu bæst við í árangurstengdum greiðslum. (Sun)

Liverpool ætlar að kaupa Timo Werner (23) framherja RB Leipzig á 46 milljónir punda í sumar. (Bild)

Philippe Coutinho (27), leikmaður Barcelona, hefur útilokað að ganga aftur í raðir Liverpool. (Sun)

Manchester United er að skoða Bukayo Saka (18) kantmann Arsenal. (Mail)

Real Madrid vill fá Moise Kean (19) framherja Everton. (Teamtalk)

Liverpool ætlar að berjast við Real Madrid um Marcelo Brozovic (27) miðjumann Inter. (Star)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, ætlar að kaupa að minnsta kosti fjóra leikmenn í sumar á samanlagt 150 milljónir punda. (Metro)

Aaron Ramsey (29) miðjumaður Juventus hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea eftir erfiða dvöl hjá Juventus í vetur. (Mirror)

Massimiliano Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, er sagður vera búinn að semja við frábært félag á Englandi. Allegri hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. (Corriere dello Sport)

Arsenal ætlar að hefja viðræður um nýjan samning við miðjumanninn Matteo Guendouzi (20). (Football.London)

Aston Villa fékk ekki Islam Slimani (31) á láni frá Leicester í janúar þar sem hann vildi ekki taka þátt í fallbaráttu. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner