Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. febrúar 2022 23:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri með slitið krossband og missir líklega af öllu tímabilinu
Andri í leik með Val síðasta sumar.
Andri í leik með Val síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson, leikmaður Vals, er með slitið krossband og mun líklega ekki spila neitt á komandi keppnistímabili.

Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.

„Það er bara verkefni framundan... ég fer 25. febrúar í aðgerð, þeir voru fljótir að koma mér að. Sjúkraþjálfarinn talaði um horfa í það þegar menn fara aftur af stað eftir tímabilið. Auðvitað væri gaman að ná einhverju á tímabilinu og mér skilst að það sé möguleiki, þó það væri kannski ekki skynsamlegt. Þetta verður bara að koma í ljós," segir Andri.

„Núna er ég bara að bíða eftir að komast í aðgerðina. Og svo hefjum við þetta."

Andri meiddist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. Hann fór þar af velli eftir um hálftíma leik. Hann segist hafa fest í grasinu og heyrt smell. „Fyrsta tilfinning var að þetta væri alvarlegt, þetta var ótrúlega sárt."

Andri er uppalinn hjá ÍA, en hefur leikið með Val frá 2015. „Að sjálfsögðu vildi ég spila fótbolta á þessu tímabili, en þetta er bara hluti af þessu og ég verð að koma sterkari til baka."

Orðinn góður eftir höfuðhöggið
Andri náði ekki að beita sér mikið á síðasta tímabili vegna meiðsla og árið 2020 fékk hann slæmt höfuðhögg sem hélt honum lengi frá keppni. Hann segir að endurhæfingin vegna höfuðhöggsins hafi gengið vel.

„Ég er orðinn góður þar. Sú endurhæfing hefur tekist mjög vel, virðist vera... þetta er allt orðið venjulegt aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner