Juventus Ultras, hörðustu stuðningsmenn félagsins, voru allt annað en sáttir eftir 1-0 tap liðsins gegn Udinese í gær.
Lautaro Giannetti skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu en stuðningsmenn Juventus bauluðu á leikmenn liðsins undir lok leiksins.
Aðrir stuðningsmenn liðsins tóku illa í það og kölluðu þá hörðu öllum illum nöfnum.
Ultras voru þó ánægðir með Max Allegri stjóra liðsins og sungu um hann.
Þetta var þriðja tap liðsins á tímabilinu en Juventus er í 2. sæti með 53 stig eftir 24 umferðir en Inter er á toppnum með 60 stig og á leik til góða.
Athugasemdir