mán 13. mars 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Árborg fær Þormar frá Selfossi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

UMF Selfoss hefur staðfest félagsskipti Þormars Elvarssonar frá Selfossi og til nágrannanna í Árborg.


Þormar mun reynast mikilvægur liðsstyrkur fyrir Árborg sem leikur í 4. deild enda býr hann yfir mikilli reynslu með meistaraflokki Selfoss.

Þormar hefur verið leikmaður Selfoss síðustu fimm ár og á hann 32 leiki að baki á síðustu tveimur tímabilum í Lengjudeildinni, en hann lék einnig 11 leiki í gömlu Inkasso-deildinni þegar Selfoss féll sumarið 2018. 

„Eins og stuðningsmenn okkar vita hefur Þormar verið frábær þjónn fyrir félagið öll þau ár sem hann sem spilaði fyrir Selfoss. Við þökkum fyrir Þormari fyrir allar góðu stundirnar og óskum honum alls hins besta hjá vinum okkar í Árborg," segir meðal annars í tilkynningu Selfoss.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner