Toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni fær skiljanlega mestu athyglina en fallbaráttan er líka gríðarlega spennandi. Hvaða þrjú lið þurfa að bíta í það súra epli að falla niður um deild?
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, spáir því að Southampton, Bournemouth og Nottingham Forest verði liðin sem á endanum falli.
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, spáir því að Southampton, Bournemouth og Nottingham Forest verði liðin sem á endanum falli.
„Ég finn til með Southampton, ég er mjög hrifinn af félaginu. Þeir hafa reynt að gera hlutina öðruvísi, eru með góðan leikvang, frábæran æfingavöll og þora að fara aðrar leiðir í ráðningum. Við höfum líka komist að því að Ralph Hasenhuttl er líklega mun betri stjóri en margir halda. Liðið hefur verið í vandræðum síðan hann fór," segir Cross.
„Bournemouth. Hafið þið séð leikmannahópinn þeirra? Gary O'Neil hefur gert frábæra hluti með því að halda þeim í baráttunni því þetta virðist vera Championship leikmannahópur. Þeir eiga að halda sig við stjórann því hann hefur gefið þeim von."
„Ég óttast að Forest muni sogast aftur niður. Þetta snýst um mörk. Þrátt fyrir frábært andrúmsloft á City Ground óttast ég að þeir falli a´endanum. Brennan Johnson er úrvalsdeildarleikmaður og hann verður í efstu deild á næsta tímabili."
Leeds er í fallsæti sem stendur en Cross spáir því að liðið haldi sæti sínu. Hvaða þrjú lið heldur þú að muni falla?
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir