Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. mars 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne þarf að gera hlutina einfalt
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Kevin De Bruyne þurfi að gera hlutina einfalt, hann segir að Belginn eigi það til að flækja málin.

De Bruyne hefur átt þrettán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, fleiri en nokkur annar, en Guardiola segir að hann verði enn betri þegar hann einfaldar hlutina.

„Þetta hefur verið flókið tímabil fyrir marga af okkur, mig þar á meðal, vegna HM og ýmissa hlutina. Ég tala oft við Kevin og hef sagt honum að hans leikur snúist um að gera hlutina einfalt og vel. Hann hefur ótrúlega hæfileika til að skapa mörk, skora og sér sendingaleiðir sem aðrir sjá ekki," segir Guardiola.

„Ég hef þá trú að menn geti bætt sig enn frekar þegar einföldu hlutirnir eru framkvæmdir. Eins og að missa ekki boltann, hreyfanleiki, vera virkur. Maður getur gert eifnöldu hlutina aftur, betur og betur. Þá fylgir hitt með."

Guardiola setur miklar kröfur á De Bruyne sem hefur af og til verið látinn byrja á bekknum. Fyrr á tímabilinu talaði Guardiola um að hann gæti bætt sig enn frekar.

Annað kvöld mun Manchester City taka á móti RB Leipzig í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner