Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. mars 2023 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Salernitana náði jafntefli á San Siro
Boulaye Dia bjargaði stigi fyrir Salernitana.
Boulaye Dia bjargaði stigi fyrir Salernitana.
Mynd: EPA

Milan 1 - 1 Salernitana
1-0 Olivier Giroud ('45)
1-1 Boulaye Dia ('61)


AC Milan tók á móti Salernitana í síðasta leik 26. umferðar ítalska deildartímabilsins.

Heimamenn í Mílanó voru sterkari aðilinn og sýndu mikla yfirburði á vellinum en áttu í mestu vandræðum með að koma boltanum í netið. Olivier Giroud skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Ismael Bennacer undir lok fyrri hálfleiks og tóku heimamenn þar með verðskuldaða forystu.

Boulaye Dia jafnaði þó gegn gangi leiksins, eftir góðan bolta frá Domagoj Bradaric, og var staðan 1-1 þegar hálftími var til leiksloka.

Þrátt fyrir mikið af marktilraunum tókst Milan ekki að gera sigurmark. Þeir komust gríðarlega nálægt því að sigra en ef það var ekki varnarmaður fyrir þá var það markvörðurinn Guillermo Ochoa.

Lokatölur 1-1 og er Milan í fjórða sæti með 48 stig eftir jafnteflið, einu stigi fyrir ofan Roma sem er í Evrópudeildarsæti.

Salernitana er með 26 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner