
Það er mikil hætta á því að Bosnía verði án lykilmannsins Sead Kolasinac þegar liðið mætir Íslandi í undankeppni EM. Mikið áfall fyrir Bosníu/Hersegóvínu.
Varnarmaðurinn Kolasinac, fyrrum leikmaður Arsenal, leikur með Marseille í Frakklandi en hann þurfti að fara af velli vegna nárameiðsla í leik liðsins gegn Strasborg í frönsku deildinni í gær.
Kolasinac var valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi en í hópnum má einnig finna Edin Dzeko leikmann Inter sem er jafnframt fyrirliði landsliðsins. Miralem Pjanic er hinsvegar meiddur og tekur ekki þátt í leiknum.
Landsliðshópur Íslands verður opinberaður næstkomandi miðvikudag. Ísland mætir Bosníu fimmtudaginn 23. mars og Liechtenstein sunnudaginn 26. mars, báðir leikir fara fram ytra.
Bad news for Faruk Hadžibegi? and Bosnia-Herzegovina..
— BH Live ???????? (@BHlive_official) March 12, 2023
Sead Kolašinac picked up an injury just 11 days before BIH take on Iceland.. Hopefully it’s nothing serious ?????????? @seadk6 pic.twitter.com/32VYLqjGp4