Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. mars 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mignolet leggur landsliðshanskana á hilluna
Mynd: EPA

Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet hefur leikið sinn síðasta landsleik.


Mignolet er 35 ára gamall markvörður Club Brugge og spilaði síðast landsleik í fyrra. Þar hélt hann hreinu í 1-0 sigri gegn Póllandi í Þjóðadeildinni.

Mignolet lék í heildina 35 landsleiki fyrir A-landslið Belgíu en lifði lengst af í skugga Thibaut Courtois, sem er talinn til bestu markvarða heims og hefur varið mark Belgíu undanfarinn áratug.

Mignolet lék fyrir Sunderland og Liverpool í enska boltanum og vann Meistaradeildina sem varamarkvörður Liverpool vorið 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner