Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. mars 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Líkamleg tölfræði hjá Scamacca ekki nógu góð
Scamacca skoraði 16 mörk í 36 Serie A leikjum með Sassuolo áður en hann var keyptur til West Ham. Ítalskir fjölmiðlar eru byrjaðir að orða sóknarmanninn við endurkomu í ítalska boltann næsta sumar.
Scamacca skoraði 16 mörk í 36 Serie A leikjum með Sassuolo áður en hann var keyptur til West Ham. Ítalskir fjölmiðlar eru byrjaðir að orða sóknarmanninn við endurkomu í ítalska boltann næsta sumar.
Mynd: EPA

West Ham borgaði um 35 milljónir punda til að kaupa ítalska sóknarmanninn Gianluca Scamacca frá Sassuolo síðasta sumar.


Scamacca, sem er 24 ára gamall, hefur aðeins gert 3 mörk í 16 úrvalsdeildarleikjum en á þó 4 mörk í 8 leikjum í Sambandsdeildinni.

David Moyes, knattspyrnustjóri Hamranna, er sáttur með tæknilega getu Scamacca en telur vanta uppá líkamsburðina.

„Við vitum að líkamleg tölfræði hjá honum er langt frá því að vera nógu góð," sagði Moyes eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Aston Villa þar sem Scamacca var ónotaður varamaður.

„Gianluca verður að koma sér á réttan stað. Sem þjálfari þá verð ég að velja það lið sem ég tel líklegast til að skila mér árangri.

„Vinnuframlagið er til staðar og hann er mjög góður fótboltamaður. Hann er sérstaklega góður að halda boltanum og tengja miðjuna við sóknina en honum tekst ekki að koma því nógu vel til skila inná fótboltavellinum."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner