Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. mars 2023 10:31
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli gleymdi stað og stund þegar hann skoraði
Íslendingaliðið Lyngby hefur verið að spila fantavel að undanförnu og náð í mikilvæg stig. Í gær vannst 3-1 sigur gegn Midtjylland þar sem Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon skoraði tvívegis.

Í viðtali við danska fjölmiðla segist hann hreinlega hafa gleymt stað og stund þegar hann skoraði fyrra markið sitt, fyrsta mark leiksins. Hann gleymdi að taka sitt hefðbundna 'hafnaboltafagn'.

„Ég hitti boltann fullkomlega. Ég ákvað að að reyna að halda skotinu niðri því boltinn skoppaði á jörðinni á undan og ég náði að hitta hann fullkomlega. Þá kemur þessi frábæra tilfinning. Ég er vanur að fagna með sama hætti en ég endaði með því að hlaupa bara eitthvað því ég gleymdi stað og stund í augnablikinu," segir Sævar Atli.

Sævar hefði viljað ná þrennunni.

„Ég er ánægður með mörkin tvö en ég hefði átt að skora þrjú," segir Sævar sem er kominn með fimm mörk á tímabilinu.

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Birgir Finnsson áttu einnig góðan leik fyrir Lyngby sem er enn í neðsta sæti en er með 15 stig eftir 21 leik. Liðið mætir Horsens í næstu umferð en liðið er sjö stigum á undan í tíunda sæti. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby.


Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner