Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. mars 2023 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Morata með dramatískt sigurmark í uppbótartíma
Mynd: Getty Images

Girona 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Alvaro Morata ('94)


Atletico Madrid heimsótti Girona í eina leik kvöldsins í spænska boltanum og jafnframt síðasta leik 25. umferðar deildartímabilsins.

Atletico var sterkari aðilinn í leiknum og gestirnir frá Madríd óheppnir að vera ekki búnir að skora þegar venjulegur leiktími var liðinn.

Alvaro Morata kom boltanum hins vegar í netið í uppbótartíma og tryggði þar með dýrmæt stig í Meistaradeildarbaráttunni.

Markið var afar dramatískt þar sem það kom eftir hornspyrnu og flaggaði aðstoðardómarinn rangstöðu. Við nánari athugun í VAR herberginu kom í ljós að Morata var réttstæður og dæmt mark.

Atletico er í þriðja sæti spænsku deildarinnar, sex stigum fyrir ofan Real Betis sem er í Evrópudeildarsæti.

Girona, sem er í eigu City Football Group, er um miðja deild en þó aðeins fimm stigum frá fallsvæðinu.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner