banner
   mán 13. mars 2023 10:45
Elvar Geir Magnússon
Þrír úr Bestu deildinni í færeyska landsliðinu
Pætur Petersen í leik með KA.
Pætur Petersen í leik með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Johannesen.
Patrik Johannesen.
Mynd: blikar.is
Annan laugardag hefja frændur okkar Færeyingar keppni í undankeppni Evrópumótsins þegar leikið verður gegn Moldóvu. Í riðlinum eru einnig Pólland, Tékkland og Albanía.

Svíinn Håkan Ericson, landsliðsþjálfari Færeyja, opinberaði í morgun landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Moldóvu og svo vináttulandsleik gegn Norður-Makedóníu sem fram fer þremur dögum síðar.

Þrír leikmenn sem spila í íslensku Bestu deildinni eru valdir í hópinn. Það eru Patrik Johannesen og Klæmint A. Olsen í Breiðabliki og Pætur Petersen sem kom til KA frá HB í Þórshöfn í vetur.

Markvörðurinn Gunnar Nielsen, fyrrum leikmaður FH, er án félags og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann haldi áfram í fótboltanum. Hann er því ekki valinn.

Hópurinn:
Teitur M. Gestsson, HB
Mattias H. Lamhauge, B36
Bárður á Reynatrøð, Víkingur
Gilli Rólantsson
Hanus Sørensen, HB
Viljormur Davidsen, HB
Daniel Johansen, FC Fredericia
Odmar Færø, KÍ
Heini Vatnsdal, KÍ
Gunnar Vatnhamar, Víkingur
Andrias Edmundsson, Águilas FC
Jákup B. Andreasen, KÍ
Noah Hans Mneney, Bryne
Meinhard E. Olsen, Mjøndalen
Mads B. Mikkelsen, KÍ
Ári M. Jónsson, HB
Sølvi Vatnhamar, Víkingur
Stefan Radosavljevic, Sligo Rovers
René Shaki Joensen, KÍ
Klæmint A. Olsen, Breiðablik
Patrik Johannesen, Breiðablik
Páll A. Klettskarð, KÍ
Pætur Petersen, KA Akureyri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner